Allur akstur er samkvæmt áætlun í dag. Búast má við einhverjum töfum vegna moksturs.
Öllum ferðum strætó er aflýst í dag. Akstur hefst í fyrramálið samkvæmt áætlun.
Allur akstur liggur niðri, Skólaferðir í Holtahverfi og Hnífsdal klukkan 13:30 og 14:00 falla niður. Akstur frístundarútu liggur niðri eins og er. Aðstæður verða næst skoðaðar klukkan 15:00.
Allar leiðir á Suðureyri, Flateyri og Þingeyri eru enn ófærar. Innanbæjarakstur á Ísafirði liggur einnig niðri vegna sterkra vindhviða. Innanbæjarakstur og akstur frístundarútu verður skoðaður klukkan 13:00.
Vegna veðurs er skólaferðum úr Holtahverfi og Hnífsdal klukkan 07:40 í Grunnskólan aflýst. Aðstæður verða skoðaðar á hálftíma fresti og verða skólaferðir farnar um leið og færi gefst.
Ferð frá Holtahverfi 07:20 og Frá Pollgötu 07:30 út í Hnífsdal er aflýst. Ferðum frá Þingeyri 06:55, Flateyri 07:25 og á Suðureyri 06:30 er aflýst vegna veðurs.
Ferðum klukkan 17:30 á Suðureyri og til baka klukkan 18:00 er aflýst vegna veðurs.
Allar leiðir eru nú færar og allar ferðir eru samkvæmt áætlun.
Öllum ferðum til Suðureyrar, Flateyrar og Þingeyrar er aflýst í dag. Innanbæjarakstur á Ísafirði er samkvæmt áætlun.
Ferðir frá Ísafirði til Suðureyrar klukkan 15:10 og til baka klukkan 15:40 falla niður vegna veðurs.
|
Dagsetningar
March 2024
|