Í ljósi herts samkomubanns hefur verið ákveðið að eftir páska verði akstri strætó í Skutulsfirði, þ.e. milli Ísafjarðar, Hnífsdals og Holtahverfis tímabundið hætt.
Áætlað er að akstur hefjist aftur þegar slakað verður á samkomubanni og mun það þá vera tilkynnt sérstaklega. Áfram verður boðið upp á akstur milli Þingeyrar, Flateyrar, Suðureyrar og Ísafjarðar en með fjöldatakmörkunum. Hingað til hafa komið upp aðstæður þar sem fleiri farþegar hafa ætlað að nýta sér ferð en heimilt er en SVÍ hafa reynt eftir fremsta megni að koma til móts við þá farþega með því að bjóða upp á aukaferðir og verður sá háttur áfram hafður. Tafir verða á ferð til Flateyrar og Þingeyrar klukkan 15:30 þar sem vagninn fór útaf. Vinsamlegast Hringið í síma 841-9191 fyrir þá sem ætla með í þessa ferð og fyrir nánari upplýsingar.
Ófært er á Gemlufallsheiði og ekki er áætlað að opna veginn fyrir klukkan 14:00 í dag. Þar af leiðandi verður einungis farið á Flateyri klukkan 13:00 í dag og til baka frá Flateyri klukkan 15:00. Næsta ferð til Þingeyrar er klukkan 15:30 frá Ísafirði.
09:00Enn eru allar leiðir ófærar, þar af leiðandi falla morgunferðir niður á Suðureyri, Flateyri og Þingeyri. Annar akstur er samkvæmt áætlun.
07:35Bílar til Flateyrar og Suðureyrar hafa snúið við og verður aftur reynt að fara þegar búið er að opna vegina.
07:00Verið er að bíða eftir stærri tækjum fyrir mokstur á Suðureyri og gæti vagninn tafist í rúman klukkutíma.
Mokstur er hafinn til Suðureyrar og Flateyrar og eru bílarnir lagðir af stað þangað. Reynt verður að halda áætlun en búast má við töfum. Þingeyri er enn í bið.
Allar Morgunferðir til og frá Suðureyri, Flateyri og Þingeyri eru í bið á meðan beðið er eftir snjómokstri.
Það er orðið fært á Suðureyri og næsta ferð verður farin klukkan 15:10 frá Ísafirði.
Bíll frá Ísafirði klukkan 13:00 til Flateyrar og Þingeyrar þurfti að snúa við vegna skyggnis og versnandi veðurs. Þar af leiðandi falla allar ferðir niður milli Ísafjarðar, Flateyrar og Þingeyrar til klukkan 18:00.
|
Dagsetningar
March 2024
|