Í ljósi herts samkomubanns hefur verið ákveðið að eftir páska verði akstri strætó í Skutulsfirði, þ.e. milli Ísafjarðar, Hnífsdals og Holtahverfis tímabundið hætt.
Áætlað er að akstur hefjist aftur þegar slakað verður á samkomubanni og mun það þá vera tilkynnt sérstaklega. Áfram verður boðið upp á akstur milli Þingeyrar, Flateyrar, Suðureyrar og Ísafjarðar en með fjöldatakmörkunum. Hingað til hafa komið upp aðstæður þar sem fleiri farþegar hafa ætlað að nýta sér ferð en heimilt er en SVÍ hafa reynt eftir fremsta megni að koma til móts við þá farþega með því að bjóða upp á aukaferðir og verður sá háttur áfram hafður. |
Dagsetningar
March 2024
|