Umferðartafir verða á veginum milli Bolungarvíkur og ganganna á meðan kvikmyndatöku stendur yfir dagana 13 til 20. febrúar. Því má búast við að rútan standi ekki áætlun (við reynum samt okkar besta)
Vagninn varð að snúa frá í Bjarnadal vegna veðurs. Þar af leiðandi fellur niður ferð frá Þingeyri klukkan 06:55. Vagninn er á leið til Flateyrar og fer þaðan á réttum tíma.
Vagninn varð að snúa frá vegna veðurs og þar með fellur morgunferð frá Þingeyri 06:55 niður og frá Flateyri 07:25.
Vagnin sem á að fara til Flateyrar og Þingeyrar klukkan 18:00 er aflýst vegna ófærðar og slæms skyggnis bílinn sem fór frá Flateyri klukkan 17:00 er enn á Flateyrarvegi þar sem sérst ekki neitt
Vagnin fór frá Ísafirði klukkan 15:30 til Flateyrar en vegna slæms skyggnis fellur niður ferð til og frá Þingeyri, vagninn fer aftur frá Flateyri klukkan 17:00
Ferð klukkan 13:00 frá Ísafirði til Flateyrar og Þingeyrar er aflýst vegna þess að bíllinn sem fór morgunferðina hefur ekki skilað sér til baka vegna skyggnis. Þar af leiðandi fellur niður ferð frá Þingeyri klukkan 14:30
Vagnin sem á að fara klukkan 15:30 frá Ísafirði til Flateyrar og Þingeyrar er aflýst vegna vinds og einnig er ferðinni klukkan 18:00 aflýst vegna vinds og slæmrar veðurspár
Vagnin sem fór frá ísafirði klukkan 13:00 til Flateyrar og þingeyrar varð að snúa við vegna veðurs á leið til Þingeyrar svo sú ferð fellur niður, einnig falla niður ferð frá Þingeyri klukkan 14:30 og frá Flateyri klukkan 15:00
Ákveðið hefur verið að skólarúta keyri skólabörnum heim kl.14:00 svo fellur niður allur strætó akstur í dag vegna vinds og ófærðar
Morgunferðir frá Þingeyri, Flateyri og Suðureyri falla niður í dag vegna veðurs og ófærðar.
|
Dagsetningar
March 2024
|