Ferð klukkan 18:00 frá Ísafirði til Flateyrar og Þingeyrar er aflýst vegna veðurs.
Vagninn til Suðureyrar frá Ísafirði klukkan 12 varð að snúa frá vegna veðurs. Ferðir á Flateyri og Þingeyri eru í bið vegna veðurs.
Ferð klukkan 15:30 frá Ísafirði til Flateyrar og Þingeyrar fellur niður vegna slæmra akstursskilyrða. Reynt verður að fara næstu ferð klukkan 18:00
Ferð klukkan 11:00 frá Ísafirði til Flateyrar og Þingeyrar fellur niður vegna slæmra akstursskilyrða. Einnig fellur niður ferð klukkan 13:00 frá Ísafirði til Flateyrar og Þingeyrar. Reynt verður að fara næstu ferð klukkan 15:30.
Allar ferðir verða farnar samkvæmt áætlun í dag.
Allur akstur er nú kominn í eðlilegt horf og verða allar ferðir farnar samkvæmt áætlun.
Ferðir til Suðureyrar, Flateyrar og Þingeyrar eru í bið vegna versnandi veðurs og slæmra akstursskilyrða.
Allar ferðir verða farnar samkvæmt áætlun en búast má við seinkunum vegna slæmra akstursskilyrða.
Vegna slæms skyggnis, vinds og hálku hefur gengið erfiðlega að halda áætlun í dag, sérstaklega á Flateyri og Þingeyri. Tafir hafa orðið á ferðum og viljum við biðjast velvirðingar á því. Við vonum að þetta komist í lag sem fyrst.
Í ljósi herts samkomubanns hefur verið ákveðið að eftir páska verði akstri strætó í Skutulsfirði, þ.e. milli Ísafjarðar, Hnífsdals og Holtahverfis tímabundið hætt.
Áætlað er að akstur hefjist aftur þegar slakað verður á samkomubanni og mun það þá vera tilkynnt sérstaklega. Áfram verður boðið upp á akstur milli Þingeyrar, Flateyrar, Suðureyrar og Ísafjarðar en með fjöldatakmörkunum. Hingað til hafa komið upp aðstæður þar sem fleiri farþegar hafa ætlað að nýta sér ferð en heimilt er en SVÍ hafa reynt eftir fremsta megni að koma til móts við þá farþega með því að bjóða upp á aukaferðir og verður sá háttur áfram hafður. |